Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Snorrason

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir hans hefir verið síra Snorri Hallsson á Hjaltastöðum, og má vera, að síra Hallur hafi fyrst vígzt aðstoðarprestur hans, en 1594 er hann orðinn prestur að Dvergasteini (hefir líklega orðið það 1592 eða 1593), en 1607 er hann orðinn prestur að Desjarmýri og er hann þar enn prestur 1627, er orðinn uppgjafaprestur 1630, enn á lífi 13. maí 1631.

Kona: Þorbjörg Jónsdóttir (hefir átt Bót í Hróarstungu); hafði hún áður átt þann mann, er Einar hét, og var sonur þeirra Einar, sjá skjal 15. sept. 1607 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.