Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Magnússon

(– – 1601)

Skáld.

Foreldrar: Magnús lögréttumaður Brynjólfsson að Espihóli og kona hans Helga Brandsdóttir í Holti í Fljótum, Pálssonar. Erfði fé mikið og jarðir eftir foreldra sína, en það eyddist mjög vegna ráðleysis hans og málaþjarks; fargaði hann jörðum af litlu viti og reyndi síðan að rifta kaupum.

Mál átti hann við ýmsa menn, frændur sína o. fl., en einkum Jón lögmann Jónsson og bróður hans, Sigurð sýslumann á Reynistað, og um hann orkti hann svæsið kvæði. Virðist svo sem Guðbrandi byskupi Þorlákssyni hafi ekki verið óljúfar deilur hans við þá bræður. Hallur bjó í Holti í Fljótum um tíma, að Núpufelli og víða annarstaðar, en eirði hvergi. Kallaður vel gefinn, er hann gáði sín. Kvæði hans og kvæðabálkar eru í handritum, þar á meðal rímur af Vilmundi viðutan.

Kona: Arnfríður Torfadóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Jónssonar.

Börn þeirra (sem getið er): Ólöf átti síra Jón Jónsson í Grundarþingum og líkl. Tómas skáld, a. m. k. er hann sonur Halls. Vera má, að hann hafi átt aðra konu síðar og (– – Sigmundur að Garðarsá hafi verið sonur hans. (PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.