Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Högnason

(– – 1608)

Prestur.

Foreldrar: Síra Högni Pétursson á Höskuldsstöðum og kona hans Ingveldur, dóttir Ragnhildar Árnadóttur í Möðrudal (systur Einars officialis í Vallanesi), er Ólafur byskup Hjaltason kallar frændkonu sína (enda kemur Hallsnafnið fram í því skyni, sjá síra Hall Arnkelsson), en maður Ragnhildar hefir líklega verið Árni Oddsson, sem tók Möðrudal 1544, og hefir Ingveldur þá verið Árnadóttir. Hefir síra Hallur líklega alizt upp hjá móðurmóður sinni, en hún hélt Möðrudal meir en 20 ár (1547–67) og síra Hallur eftir hana 6 ár (1568– TA), fekk Kirkjubæ í Tungu 2. júní 1574 og hélt til æviloka.

Hann hefir verið maður harðfylginn sér og ágengur nokkuð, átti deilur við Orm Þorleifsson að Knerri, en einkum harða rimmu við Eirík klausturhaldara Árnason að Skriðuklaustri (Alþb. Ísl. I-II).

Kona: Þrúður (eða Jarþrúður).

Börn þeirra: Oddur, Jón, Jón (annar), síra Pétur (d. fyrir 1618), Magnús (d. fyrir 1618), Sigríður, Gyríður átti Eirík Magnússon í Bót, Þuríður átti síra Einar Þorvarðsson á Valþjófsstöðum, Brandur (kemur við skjöl 1593), Högni (kemur við skjal 9. apríl 1599), Gróa s. k. síra Árna Þorvarðssonar í Vallanesi. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.