Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Hallvarðsson

(– – um 1618)

Prestur. Gæti verið sonur síra Hallvarðs Einarssonar á Valþjófsstöðum 1588–95, að Þingmúla 1595–9, að Þvottá 1599–1601, síðast í Bjarnarnesi frá fardögum 1601 til æviloka.

Kona 1 er ekki nefnd, en sonur þeirra mun Guttormur, sá er Tyrkir handtóku, leystur var út og andaðist í Englandi (um 1635).

Kona 2: Sesselja Einarsdóttir prests og skálds í Heydölum, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Síra Eiríkur að Þvottá, Eiríkur (annar) í Skarfanesi á Landi, síra Halli að Skriðuklaustri, Margrét f. kona síra Jóns Jónssonar að Fellsmúla, Margrét (önnur), Hróðný, Herdís. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.