Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Guðnason

(um 1662 – eftir 1735)

. Bóndi. Faðir: Guðni Jónsson (á Kolbeinsá í Hrútafirði, Bjarnasonar); karlleggur þessi er rangt rakinn í Ættum Skagfirðinga, bls. 4.

Bóndi í Miðdalsgröf í Tröllatungusókn 1703, á Kolbeinsá 1709 og í Skálholtsvík 1735.

Kallaður merkis- og gáfumaður, Hefir orðið kynsæll; frá honum er rakin „Hallsætt á Kolbeinsá“ (ein grein hennar er „Laxárdalsætt“). Kona: Hólmfríður (f. 1670) Teitsdóttir prests í Bitruþingum, Einarssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Arndís átti Bjarna Jónsson (sonur þeirra Magnús ríki á Kolbeinsá), Guðni í Húsavík í Steingrímsfirði (faðir síra Þorkels á Stað í Hrútafirði), Illugi á Kolbeinsá (Manntal 1703; Jarðabók Á.M. og P.V.; Bændatal 1735; ættatölur Espólíns; Blanda III).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.