Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Gizurarson

(– – 1230)

Lögsögumaður.

Foreldrar: Gizur lögsögumaður Hallsson og f.k. hans Álfheiður Þorvaldsdóttir auðga hins eldra, Guðmundssonar.

Kona: Herdís Sveinbjarnardóttir, systir Hrafns á Eyri í Arnarfirði (Landn.; Bps. bmf. I; Sturl.; SD. Lögsm.). Lögsögumaður 1201–9, sagði af sér lögsögu, gekk í klaustur, varð ábóti að Helgafelli 1221, en í Þykkvabæ í Veri 1225 og síðan. Dóttir þeirra Herdísar: Hallfríður.

Launsonur Halls: Magnús prestur, d. 1245. (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; Safn TI). Talinn hafa samið Þorlákssögu yngri (HÞ. í Skírni 1912).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.