Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hallur Eiríksson
(um 1662–1747)
Prestur.
Foreldrar: Síra Eiríkur Hallsson að Höfða og s. kona hans Geirlaug Helgadóttir. Lærði í Hólaskóla og hefir orðið stúdent 1682, vígðist 1683 aðstoðarprestur föður síns og bjó þá að Grýtubakka, fekk veiting fyrir Höfða 7. sept. 1686 (við uppgjöf föður síns), en sleppti prestskap þar og fór alfari að Grenivík, gerðist próventumaður Jóns sýslumanns Jónssonar (með samningi 4. apr. 1739). Hann er í sumum heimildum talinn „gott skáld“, en eigi er nú kunnugt neitt kveðskapar hans.
Kona: Ingibjörg (d. 1737) Vigfúsdóttir kaupm. í Húsavík, Friðrikssonar. Dóttir þeirra: Málmfríður (d. 1737) átti síra Markús Jónsson að Höfða. (HÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Eiríkur Hallsson að Höfða og s. kona hans Geirlaug Helgadóttir. Lærði í Hólaskóla og hefir orðið stúdent 1682, vígðist 1683 aðstoðarprestur föður síns og bjó þá að Grýtubakka, fekk veiting fyrir Höfða 7. sept. 1686 (við uppgjöf föður síns), en sleppti prestskap þar og fór alfari að Grenivík, gerðist próventumaður Jóns sýslumanns Jónssonar (með samningi 4. apr. 1739). Hann er í sumum heimildum talinn „gott skáld“, en eigi er nú kunnugt neitt kveðskapar hans.
Kona: Ingibjörg (d. 1737) Vigfúsdóttir kaupm. í Húsavík, Friðrikssonar. Dóttir þeirra: Málmfríður (d. 1737) átti síra Markús Jónsson að Höfða. (HÞ.: SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.