Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Einarsson

(15. júlí 1820–12. ág. 1893)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Einar Sigurðsson að Litla Steinsvaði (í beinan karllegg af Njarðvíkurætt eystra) og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, Vigfússonar. Bjó fyrst að Litla Steinsvaði, síðar að Rangá við mikla rausn og myndarskap, hafður mjög til sveitarforráða, enda atorkumaður hinn mesti.

Kona 1 (12. maí 1852): Helga (d. 1869) Sigfúsdóttir, Helgasonar. Barn áttu þau eitt, og dó það ungt.

Kona 2 (23. nóv. 1871): Gróa Björnsdóttir á Bóndastöðum, Björnssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórunn átti fyrr Einar kennara í Eiðaskóla Einarsson, síðar Pétur trésmið Björnsson að Litla Steinsvaði, Björn hreppstjóri og alþm. að Rangá. (Óðinn XXV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.