Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Bjarnason, harði

(16. og Í7. öld)

Lögsagnari að Möðrufelli.

Foreldrar: Bjarni að Skriðu í Hörgárdal Pálsson (sýslumanns, Grímssonar) og kona hans Halldóra Björnsdóttir prests á Mel, Jónssonar (byskups Arasonar). Var lögréttumaður, lögsagnari í Vaðlaþingi 1639–40. Talinn dugmikill og skarpvitur, en svakamenni og lítt þokkaður.

Kona 1: Herdís Jónsdóttir í Bjarnastaðahlíð, Arnfinnssonar.

Börn þeirra: Síra Bjarni á Grund í Eyjafirði, Teitur gullsmiður að Saxahóli, síra Páll í Harrested, Jón silfursmiður, Guðmundur tinsmiður, Halldóra eldri átti Þorstein Guðmundsson, Guðrún átti síra Odd Bjarnason á Stað í Kinn.

Kona 2: Guðrún Hallsdóttir prests að Höfða, Ólafssonar.

Börn þeirra: Bergljót átti síra Magnús Benediktsson í Nesi, Halldór lögréttumaður að Núpufelli, Halldóra yngri átti Guðmund Guðmundsson, Ragnhildur átti Hjalta Björnsson í Teigi, Pálssonar, Björn lögréttumaður að Hvassafelli, Magnús á Gilsbakka í Eyjafirði, Herdís óg. (BB).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.