Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallur Bjarnason

(um 1680– ?)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Bjarni Þorsteinsson að Vesturhópshólum og kona hans Filippía Þorláksdóttir að Stóru Borg, Þórðarsonar. Hann var í Skálholtsskóla veturinn 1700–1, en varð að fara þaðan fyrir hvinnsku sakir og mun hafa orðið stúdent þaðan, þótt sumir segi, að hann hafi hrökklast þaðan fyrir varmennsku sakir.

Hann komst síðan í þjónustu Ara sýslumanns Þorkelssonar í Haga á Barðaströnd, kemur þar síðast við skjöl 2. júlí 1704.

Ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.