Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallsteinn Ísleifsson

(um 1683–1760)

Ráðsmaður. Um föður hans er ókunnugt, en móður hans ætla menn vera Steinunni Jónsdóttur, sem bjó 1703 að Enni í Viðvíkursveit, þá ekkja.

Ólst upp hjá Ragnheiði byskupsfrú Jónsdóttur í Gröf á Höfðaströnd, var í Hólaskóla veturinn 1700–1, en óvíst, að hann hafi orðið stúdent. Hann var frá 1709 ráðsmaður hjá Jens sýslumanni Spendrup, síðan hjá ekkju hans og einnig hjá eftirmanni hans, Oddi sýslumanni Magnússyni. Árið 1738 var hann hreppstjóri, bjó í Glæsibæ í Sæmundarhlíð og var þar til æviloka, getur enn lífs 2. des. 1757, en er d. fyrir 1762.

Kona: Þuríður (f. um 1681, enn á lífi í Glæsibæ 1762) Andrésdóttir á Langamýri Tómassonar; þau bl. talin; en vera kynni sonur þeirra (eða hans): Jóhann stúdent (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.