Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallkell Stefánsson

(– – 1696)

Prestur.

Foreldrar: Síra Stefán Hallkelsson í Seltjarnarnesþingum og kona hans Úlfhildur Jónsdóttir í Reykjavík, Oddssonar. Vígðist prestur að Hvalsnesþingum 1655, en mun hafa sagt lausu prestakallinu 1693, því að þá ákvað prestastefna á alþingi honum tillag af prestsetrum, er enn á lífi 8. nóv. 1696. Var maður vel gefinn og góður kennimaður, ef hann (– – vildi það við hafa, en svo er að sjá, að hann hafi verið drykkfelldur til muna.

Kona: Guðný (d. fyrir 25. ág. 1679) Jónsdóttir lögréttumanns að Knerri, Steindórssonar.

Börn þeirra: Síra Stefán á Stað í Grindavík, Þorbjörg átti Sigvalda Bjarnason í Krýsuvík, Snjálaug átti Jón Erlendsson í Kirkjuvogi (s. kona hans), Anna, Tómas (bl.), Eyjólfur vinnumaður á Þingvöllum 1703, 31 árs, d. bl., Gunnhildur var á Snæúlfsstöðum 1703, 44 ára, d. bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.