Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallkell Stefánsson

(16. og 17. öld)

Prestur. Faðir: Síra Stefán Hallkelsson í Laugardælum. Er orðinn prestur að Lundi 1580, fekk Borgarþing (Ferjubakka) 1582, Seltjarnarnesþing um 1600, bjó í Laugarnesi, en á alþingi 1630 er hann uppgjafaprestur og honum úrskurðað tillag frá prestsetrum, enn á lífi 1631.

Kona 1: Sigríður Jónsdóttir prests í Hestþingum, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Jón (aðstoðarprestur föður síns), Hallur (í Snæfellsnessýslu), má og vera Mikael (í Borgarfirði 1611), ef til vill og Lýtingur (í Gullbringusýslu 1625), Steinunn átti síra Orm Narfason á Breiðabólstað á Skógarströnd.

Kona 2: Guðrún Þórhallsdóttir í Stafnesi, Oddssonar.

Sonur þeirra: Síra Stefán í Nesi við Seltjörn. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.