Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halli Ólafsson

(1702–22. júlí 1767)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur á Bakka og Geirastöðum á Mýrum í Hornafirði Nikulásson (Guðmundssonar prests í Einholti, Ólafssonar) og kona hans Hróðný Halladóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1716, hefir orðið stúdent 1721, bjó nokkur ár á Reynivöllum í Suðursveit, vígðist 25. febr. 1731 aðstoðarprestur síra Vigfúsar Sigfússonar að Dvergasteini og hefir gegnt Mjóafjarðarsókn, fekk Þingmúla 15. febr. 1738 og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann heldur lélegan vitnisburð, en virðist hafa notið trausts Finns byskups Jónssonar.

Kona: Þórunn eldri Björnsdóttir lögréttumanns í Skaftafellsþingi, Þorleifssonar.

Börn þeirra: Síra Björn á Kolfreyjustað, Ólafur, Magnús stúdent, Sigríður, Elín. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.