Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Þórðarson (Björnsen)

(28. jan. 1801 [1802, Bessastsk.] – 4. sept. 1837)

Foreldrar: Þórður sýslumaður Björnsson í Garði og Bóthildur Guðbrandsdóttir, er síðar varð kona hans. F. í Garði. Tekinn í Bessastaðaskóla 1819, fór þaðan 1822 (eftir sæmilegan lærdóms frama), með því að hann átti þá barn (d. tæplega vikugamalt) með vinnukonu á Bessastöðum (Kristínu Ögmundsdóttur), fekk uppreisn 29. ágúst 1823, lauk skólanámi sínu hjá síra Helga G. Thordersen, síðar byskupi, og varð stúdent frá honum úr heimaskóla 1825, fór utan 1827, en ekki verður séð af skýrslum háskólans, að hann hafi tekið aðgöngupróf, því síður síðara lærdómsprótf, er talinn hafa lagt stund á dönsk lög, kom til landsins 1832. Bjó í Garði í Aðaldal, andaðist þar úr „krampa“, var mjög ölkær.

Kona (30. okt. 1835): Christiane Margrethe Hoffmann (þau bl.), fór hún síðan aftur til Danmerkur og átti danskan smákaupmann, Gedde. (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.