Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Þórarinsson

(20. febr. 1873–2. okt. 1947)

. Bóndi.

Foreldrar: Þórarinn hreppstjóri Hallgrímsson á Ketilsstöðum á Völlum (ríka Eyjólfsonar) og kona hans Sigríður Arnbjörnsdóttir í Hamragerði, Stefánssonar (prests á Valþjófsstað, Árnasonar). Hóf búskap í Beinárgerði 1903, en fluttist að Ketilsstöðum á Völlum 1907 og bjó þar fyrst á móti Gunnari hreppstjóra Pálssyni og einn eftir hans dag. Var fjörmikill athafnamaður um búskaparframkvæmdir, forgöngumaður og trúnaðarmaður um sveitarstjórnar- og félagsmálefni. Formaður Búnaðarsambands Austurlands um 20 ár og álíka lengi úttektarmaður á svæði 20 búnaðarfélaga. Gestbeinamaður og fyrirgreiðslumaður orðlagður.

Kona: Þórdís Guttormsdóttir í Beinárgerði, Pálssonar, Eftir lát hennar stofnaði hann minningarsjóð til styrktar námsmeyjum húsmæðraskólans á Hallormsstað. Einbirni þeirra: Sigríður átti Berg Jónsson á Ketilsstöðum (Ísafold og Vörður o.fl.) (H.St.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.