Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Þorsteinsson

(17. marz 1776–4. ágúst 1866)

*

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Hallgrímsson í Stærra Árskógi og f. kona hans Jórunn Lárusdóttir Scheving. F. í Garði í Aðaldal. Var 1778–83 í fóstri hjó bónda nokkurum á Sandi í Aðaldal, síðan 4 ár hjá síra Hallgrími Thorlacius síðast að Miklagarði, þá hjá föður sínum, fór við lát hans (1791–2) aftur að Miklagarði, en virðist veturinn 1791–2 hafa lært undir skóla hjá síra Guðmundi Böðvarssyni í Reykjadal (ekki nefnt í Vita), tekinn í Hólaskóla 1794, stúdent 11. maí 1799, með vitnisburði betra en í meðallagi, og er tekið fram, að hann hafi haldið ágæta prófræðu, var síðan 4 ár að Hvassafelli í Eyjafirði, vígðist 6. marz 1803 aðstoðarprestur síra Jóns Þorlákssonar að Bægisá, bjó að Hrauni í Öxnadal 1803–9, en síðan á Steinsstöðum, drukknaði í Hraunsvatni.

Hann var ásjálegur maður, dável gefinn, söngmaður ágætur.

Kona (15. sept. 1799): Rannveig (f. 7. jan. 1777, d. 7. sept. 1866) Jónasdóttir að Hvassafelli, Tómassonar.

Börn þeirra: Þorsteinn að Hvassaelli (17. sept. 1800–2. apr. 1857), Rannveig (1802–74) átti fyrr Tómas Ásmundsson á Steinsstöðum, síðar Stefán alþm. Jónsson á Steinsstöðum, Jónas náttúrufræðingur og skáld, Anna Margrét (f. 1815, d. 20. júní 1866) á Steinsstöðum, óg. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.