Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Ólafsson

(– – 1653)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Jónsson í Miklabæ og kona hans Guðrún Þórðardóttir að Marðarnúpi, Þorlákssonar.

Hefir fyrst orðið aðstoðarprestur föður síns, og það er hann 1639, er orðinn prestur í Miklagarði um 1642 (ekki að Munkaþverárklaustri, sem talið er almennt) og var þar til æviloka, fórst í snjóflóði í Nýjabæjarfjalli, í milli Skagafjarðardala og Eyjafjarðar, 30. apríl eða næstu daga 1653,

Kona: Ingibjörg Þorkelsdóttir á Keldulandi, Jónssonar. Ekki er getið barna þeirra. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.