Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Ólafsson

(16. og 17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur skáld Guðmundsson í Sauðanesi og kona hans Ólöf Magnúsdóttir prests Einarssonar. Var í þjónustu Guðbrands byskups Þorlákssonar frá því um 1600, fekk Hvamm í Laxár-. dal 1605, Hof á Skagaströnd 1631, er enn á lífi þar 1654 og fekk þá aðstoðarprest, síra Þorstein Jónsson frá Spákonufelli.

Ekki er nefnd kona hans, en margt fólk talið af honum komið, og er sonur hans nefndur Jón, er átt hafi Gróu Sumarliðadóttur prests að Blöndudalshólum, Ólafssonar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.