Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Thorlacius (Hallgrímsson)

(22. sept. 1792 [1790, Vitæ] – 17. okt. 1859)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hallgrímur Thorlacius í Miklagarði og kona hans Ólöf Hallgrímsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Eldjárnssonar. Lærði allan skólalærdóm hjá Páli rektor Hjálmarssyni, síðar presti á Stað á Reykjanesi, stúdent frá honum úr heimaskóla 1811, Vígðist 30. marz 1814 aðstoðarprestur síra Magnúsar Erlendssonar að Hrafnagili og var settur honum til aðstoðar í prófastsstörfum 1820, settur millibilsprestur eftir lát hans, fekk prestakallið 3. júlí 1838 og hélt til æviloka.

Fullkominn prófastur í Vaðlaþingi 1836–51. Talinn fjölhæfur, kunni til lækninga, drykkfelldur.

Kona (29. sept. 1815): Guðrún (d. 31. ág. 1859) Magnúsdóttir prests að Hrafnagili, Erlendssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Magnús að Reynistaðarklaustri, Ólöf átti fyrst laundóttur með Jóni síðar sýslumanni Thoroddsen, varð síðan f. kona síra Jóns Thorlaciusar í Saurbæ í Eyjafirði, Hallgrímur járnsmiður, Pétur trésmiður fór til Vesturheims, Einar gullsmiður (Vitæ ord. 1814; Útfm., Ak. 1860; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.