Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Sveinsson

(5. apr. 1841–16. des. 1909)

Byskup.

Foreldrar: Síra Sveinn Níelsson á Staðastað og s. k. hans Guðrún Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1857, stúdent 1863, með ágætiseinkunn (98 st.), tók heimspekipróf í Kh. 1864, með ágætiseinkunn, próf í kirkjufeðralatínu 1867 og í hebresku 1869, bæði með 1. einkunn, guðfræðapróf 24. júní 1870, með 2. einkunn betri. Fekk dómkirkjuprestakallið í Rv. 4. sept. 1871, vígðist 8. jan. n. á. Varð byskup 16. apr. 1889 (frá 25. maí s. á.), vígðist 30. maí s. á., fekk lausn 19. sept. 1908 frá 1. okt. s. á. Varð r. af dbr. 10. febr. 1874, dbrm. 8. apr. 1891, k.? af 19 dbr. 30. jan. 1902. Kkj. alþm. 1885–6 og 1893–1903. Formaður handbókarnefndar og biblíunefndar. Ritstörf: Ræða, Rv. 1878; Kirkjutíðindi (með síra Þórarni Böðvarssyni), Rv. 1878–9; Ný kristileg smárit (fylgdu Kirkjublaði), Rv. 1893–7. Líkræður í útfm. Jóns forseta Sigurðssonar, Rv. 1880; Péturs byskups Péturssonar, Rv. 1891. Greinir nokkurar eftir hann eru í Kirkjublaði.

Kona (16. sept. 1871): Elina Marie Bolette (f. 12. júní 1847, d. 14. júní 1934), dóttir F. Chr. F.

Fevejles yfirlæknis í Kh.

Börn þeirra: Síra Friðrik dómprófastur í Rv., Guðrún átti Axel V. sýslumann 7ulinius, Sveinn bankaféhirðir í Rv., Ágústa átti Ditlev kaupm. Thomsen (Andvari XXXV; Nýtt Kirkjublað 1910; Óðinn 1909; Sunnanfari I; Bjarmi, 3. árg.; Skólablaðið, 4, árg.; HÞ. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.