Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Sigurðsson

(um 1682–1707)

Stúdent.

Foreldrar: Sigurður lögréttumaður Magnússon að Sandhólaferju og kona hans Hólmfríður Hallgrímsdóttir lögréttumanns í Kerlingardal, Magnússonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1698, stúdent 1701, var síðan hjá föður sínum og andaðist í miklu bólu, nýkvæntur Guðrúnu Þórðardóttur í Snóksdal, Hannessonar, áttu 1 barn, dó ungt; höfðu þau átt það um 1705, fyrir hjónaband (sjá sakeyrisreikning Rangárþings 1705–6). Ekkja hans giftist aftur Jóni lögsagnara Arnórssyni í Ljáskógum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.