Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Scheving (Hannesson)

(13. júlí 1781–31. des. 1861)

Yfirkennari, Dr.

Foreldrar: Síra Hannes Scheving Lárusson á Grenjaðarstöðum og kona hans Snjálaug Hallgrímsdóttir prests og skálds á Grenjaðarstöðum, Eldjárnssonar.

Tekinn í Hólakóla 1796, stúdent 1802, lauk aðgönguprófi í háskólann 24. apr. 1804, með 1. einkunn, og skráður í stúdentatölu þar 5. maí s. á., lauk síðara lærdómsprófi næsta ár, með Í. einkunn, stundaði nám í málfræðideild háskólans (,seminarium pæðagogicum“), próf þaðan 1807, fekk tvívegis (1807 og 1808) verðlaunagullpening háskólans fyrir úrlausnir verkefna, sem háskólinn hafði lagt fyrir að semja. Settur kennari í Bessastaðaskóla 5. júní 1810, fastur kennari 5. okt. 1815, hafði s. á. sókt um að verða aðstoðarprestur föður síns með vonarbréfi fyrir Grenjaðarstöðum eftir hann, sókti og um Múla 1816, en fekk ekki, þótt byskup mælti fastast fram með honum, varð 1817 doktor í heimspeki í háskólanum í Kh., og er ritgerð hans pr. í Kh. s. á. („„Observationes criticæ in quædam Bruti Ciceronis loca“), varð yfirkennari í lærða skólanum í Rv. 27. apr. 1846, settur rektor 13. febr. 1850 (eftir uppþotið í skólanum), fekk algerlega lausn frá skólanum 1. okt. s. á., með 600 rd. í eftirlaun árlega, en gegndi embættinu til 31. okt. s. á. Hann kenndi einkum latínu og þókti hinn snjallasti kennari, prýðilega að sér og vel metinn. Hann var skáldmæltur (sjá Lbs.). Lét prenta í skólaboðsritum „Catonis Disticha“ 1831; „Hrafnagaldur Óðins“ 1837; „íslenzka málsháttu“ 1843 og 1847. Hann hafði mikinn viðbúnað að orðasöfnun (viðaukum orðabókar síra Björns Halldórssonar), og eru þau handrit hans í Lbs., þýddi nokkurar smásögur (t. d. ævintýri af Selikó, er síðar voru orktar af rímur, o. fl.).

Kona (1817): Kristín (f. 17. október 1798, d. 22. jan. 1864) Gísladóttir á Breiðamýri, Jónssonar.

Synir þeirra: Gísli (1820–53) geðbilaður, Hannes (1822–46) að Skrauthólum, Hans stúdent, síra Lárus að Vogshúsum, Arnkell (1830–69) trésmiður (Sunnanfari V; Minnr. lærða skólans, Rv. 1896; Ben. Gröndal: Dægradvöl, Rv. 1923; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.