Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Pétursson

(25. nóv. 1848–24. apr. 1926)

Bóndi.

Foreldrar: Pétur Jónsson í Reykjahlíð (prests Þorsteinssonar) og kona hans Guðfinna Jónsdóttir að Grænavatni, Þórðarsonar. Bjó að Grænavatni 1874–90, fluttist þá að Vogum, sem hann hafði keypt, og var þar síðan. Vel gefinn maður, búmaður góður, enda gerðist efnamaður, sinnti allmjög almennum málum.

Kona (4. febr. 1871): Ólöf (f. 8. marz 1848, d. 28. apr. 1908) Jónasdóttir hreppstjóra að Grænavatni, Jónssonar (þau systrabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Kristjana Friðrika átti Illuga Einarsson í Reykjahlíð, Jónas Pétur í Vogum, Þórhallur í Vogum, Sigfús (Finnur Sigfús) í Vogum (Sunnanfari XIII; JJ. Reykjahlíðarætt, Rv. 1939).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.