Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Níelsson

(26. maí 1864 – 4. ágúst 1950)

. Hreppstjóri. Foreldrar: Níels (d. 20. apríl 1885, 61 árs) Eyjólfsson á Grímsstöðum í Mýrasýslu og kona hans Sigríður (d. 15. jan. 1907, 75 ára) Sveinsdóttir prófasts á Staðastað, Níelssonar.

Bóndi á Grímsstöðum yfir hálfa öld. Rak sauðfjárkynbótabú 1908–19; átti einnig ágætt hestakyn og hlaut einn gæðingur hans há verðlaun á Þingvöllum 1930. Hlaut heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX.

Hreppstj. frá 1916. R. af fálk.

Kona: Sigríður Steinunn (f. 15. jan. 1858) Helgadóttir í Vogi á Mýrum, Helgasonar. Börn þeirra: Soffía átti Níels trésmið Guðnason í Borgarnesi, Níels á Grímsstöðum, Helgi fulltrúi í Reykjavík, Elín átti Odd Jónsson frá Álftanesi (þau skildu), Axel á Lambastöðum, Tómas á Grímsstöðum, Sigríður átti Lúðvíg skólastjóra Guðmundsson (Br7. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.