Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Kristinsson

(6. júlí 1876–30. jan. 1923)

Frkvstj.

Foreldrar: Kristinn í Öxnafellskoti (síðast í Miklagarði) Ketilsson (í Miklagarði, Sigurðssonar) og kona hans Salóme Hólmfríður Pálsdóttir á Hánefsstöðum í Svarfaðardal, Jónssonar. Var vinnumaður að Hvassafelli 1893–6, í Möðruvallaskóla 1896–S8, realstúdent með 1. einkunn (53 st.). Réðst að verzlun Magnúsar Sigurðssonar á Grund 1899, fór að Reykhúsum 1902, tók við búi þar 1903 og gerði þar umbætur miklar. Kjörinn forstöðumaður pöntunarfélags Eyfirðinga 1902 og jafnframt amtsskrifari á Akureyri. Fór utan 1905 og kynnti sér samvinnufélög. Breytti hann þá skipulagi félags síns 1906 og varð það síðan kaupfélag; slógu slík félög sér síðan saman, og varð hann 1912 fulltrúi þeirra í sölu afurða utanlands, hélt þó búi að Reykhúsum til 1918, er hann tók að sér forustu þeirra (samb. ísl. samvinnuf.), settist að í Rv. og dvaldist þar til æviloka.Þókti honum fara forustan mjög vel úr hendi, enda hélt henni til dánardægurs. Átti sæti í ýmsum viðskiptanefndum landsins 1917 og næstu ár og gegndi öðrum trúnaðarstörfum (í stjórn Búnaðarélags Íslands, sjóvátryggingarfélags o. fl.).

Áhugamaður mikill, stórhuga og rausnsamur.

Kona (1902): María Jónsdóttir (fyrr að Hvassafelli, síðar Reykhúsum), Davíðssonar.

Börn þeirra: Jón að Reykhúsum, Sigríður átti Ingvar kennara Brynjólfsson í Rv., Kristinn féhirðir í Rv., Páll sýslumaður við Selfoss (sbr. einkum Andvara, 54. árg., 0. m. fl) Hallgrímur Melsteð (26. jan. 1853–8. sept. 1906). Landsbókavörður.

Foreldrar: Páll amtm. Melsteð og kona hans Ingileif Jónsdóttir prests Bachmanns að Klausturhólum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, stúdent 1873, með 1. einkunn (79 st.). Lauk 1874 prófi í heimspeki í háskólnum í Kh. og stundaði þar nám um hríð, en hvarf heim vegna heilsuleysis, var um stund í læknaskólanum í Rv., gerðist 1883 aðstoðarmaður launalaust í landsbókasafni, en fekk þóknun nokkura frá 1886, varð forstöðumaður safnsins 29. sept. 1887, frá 1. okt. s. á., og var það til æviloka. Hann var og um hríð stundakennari í dönsku í neðri bekkjum Reykjavíkurskóla. Ritstörf: Fornaldarsagan, Kh. 1900; Ritaukaskrár landsbókasafns 1887–1903. Ókv. og bl. (Óðinn VIII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.