Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson, „læknir“

(24. febr. 1787–26. jan. 1860)

Skáld.

Foreldrar: Jón Sigurðsson að Lómatjörn og víðar og kona hans Guðrún Eiríksdóttir.

Vel gefinn maður, en reikull í ráði. Stundaði lækningar, og dró hann nafn af því (pr. eftir hann í þeirri grein: Lítil hústafla heilbrigðinnar, Ak. 1856). Söngmaður mikill, skáldmæltur vel, oft með gamansamlegum blæ.

Eftir hann eru pr. þessar rímur: Ævintýrið af Selikó og Berissu, Viðey 1844, rímur af Þórði hreðu, Rv. 1852 (aftur Rv. 1907); af Hjálmari hugumstóra, Rv. 1859 (aftur Rv. 1909). Auk þess er kveðskapur og rímur eftir hann í hdr. í Lbs. (merkast ríma af Tútu og Gvilhelmínu). Átti heima og bjó víða um Hegranesþing og Húnavatnsþing, síðast í Miklagarði hjá Glaumbæ, jafnan við bág kjör.

Kona 1: Þuríður (f. um 1790, d. 1825) Guðmundsdóttir; áttu 8 börn, en ekki eru ættir nema af 2: Guðnýju (sem átti Þorvald stutta Þorvaldsson) og Jóni á Hofsgerði á Höfðaströnd (Blanda IV–V; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.