Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(– –21. júní 1681)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson á Höskuldsstöðum og kona hans Rannveig Böðvarsdóttir. Lærði í Hólaskóla (er þar veturinn 1622–3), hefir orðið stúdent þaðan um 1625, fór utan 1625, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 6. apr. 1626, er þar enn sumarið 1628, en kom þá til landsins, mun hafa verið heyrari á Hólum 1628–30, vígðist 28. nóv. 1630 til þess að gegna Höskuldsstaðaprestakalli, eftir lát föður síns, en varð að standa upp fyrir síra Magnúsi Sigfússyni vorið 1632 og fekk þá Reynistaðarklaustursprestakall, fekk Glaumbæ í fardögum 1639 og hélt til æviloka, prófastur í Hegranesþingi er hann með vissu orðinn 1651 (hefir líklega orðið það 1649), var officialis í Hólabyskupsdæmi eftir lát Þorláks byskups Skúlasonar, gegndi og stundum í umboði Gísla byskups Þorlákssonar einstökum byskupsverkum. Var vel að sér, mikils virtur, en búmaður í meðallagi.

Kona: Sesselja Bjarnadóttir lögréttumanns að Steiná, Ólafssonar.

Börn þeirra: Síra Jón í Glaumbæ, síra Bjarni í Odda, Guðrún átti síra Einar Skúlason í Garði, Sesselja átti Jón sýslumann Þorláksson í Berufirði, Steinunn átti síra Jón Einarsson að Munkaþverá, Þorbjörg átti síra Halldór Eiríksson á Hjaltastöðum. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.