Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(um 1694–5. mars 1768)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þórarinsson í Hjarðarholti og kona hans Rannveig Jónsdóttir prests að Munkaþverá, Einarssonar. Vígðist 1716 (líkl. 27. sept.) að Brjánslæk, fekk 4. sept. 1723 Rafnseyri og hélt til æviloka. Í skýrslum Harboes fær hann heldur daufan vitnisburð.

Kona 1: Herborg Pálsdóttir prests á Álptamýri, Péturssonar. Dætur þeirra: Kristín átti Þorstein Einarsson að Hafurshesti, Steinunn átti Lárentius Erlendsson að Hóli í Bolungarvík (sýslumanns, Ólafssonar).

Kona 2: Kristín Torfadóttir lögréttumanns að Auðkúlu, Magnússonar, ekkja síra Andrésar Gíslasonar í Otradal; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.