Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(2. des. 1717–25. sept. 1785)

Bóndi.

Foreldrar: Jón (d. 1746, 60 ára) í Naustum Hallgrímsson og kona hans Ólöf (d. 1741) Jónsdóttir að Garðsá, Árnasonar. Lærði 4 ár hjá síra Stefáni Ólafssyni á Höskuldsstöðum, var síðan tekinn í Hólaskóla 1731, var þar 5 ár (til 1736), og er óvíst, hvort hann hefir örðið stúdent, var síðan 1 ár í þjónustu Bjarna sýslumanns Halldórssonar, tók að búa í Naustum 1738, á Kjarna 1744, eftir 1750 á Halldórsstöðum í Laxárdal, síðast á Stóra Eyrarlandi, fór til sonar síns að Upsum 1769, andaðist. á ferð inni í Eyjafirði. Hann var vitsmunamaður, smiður góður og málari.

Kona (3. nóv. 1757): Halldóra Þórðardóttir að Ásgeirsbrekku, Jónssonar. Þau áttu 14 börn. Þessi komust með vissu upp: Jón málari að Lóni, síra Gunnar síðast að Laufási, Þorlákur dbrm. að Skriðu. Laundóttir hans (1771) var Guðbjörg, d. að Upsum 9. sept. 1800. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.