Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(19. nóv. 1826–18. jan. 1906)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Hallgrímsson að Melaleiti og kona hans Halldóra Sigurðardóttir að Ytra Hólmi, Björnssonar. Var hinn mesti atorkumaður. Bjó í Miðteigi (er hann nefndi Guðrúnarkot) á Akranesi 1854–1906. Dbrm., þm. Borgf. 1869–73.

Kona (11. júlí 1853): Margrét (d. 2. júlí 1903) Jónsdóttir að Hnausum, Ólafssonar, ekkja Teits gullsmiðs Magnússonar Bergmanns. Dóttir þeirra Hallgríms: Halldóra átti síra Jón A. Sveinsson í Görðum á Akranesi (Alþingismannatal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.