Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(1780–1836)

Djákn.

Foreldrar: Jón málari að Lóni Hallgrímsson (frá Kjarna, Jónssonar) og Ingibjörg Jónsdóttir prests að Kvíabekk, Sigurðssonar. Tekinn í Hólaskóla 1795, stúdent 1802, var síðan með föðurbræðrum sínum, síra Gunnari að Upsum (síðar að Laufási) og Þorláki að Skriðu, varð 12. maí 1805 djákn að Þingeyraklaustri og hélt því starfi til æviloka, bjó á Sveinsstöðum í Þingi. Hann var vel að sér, skáldmæltur, fróður, góður kennari og vel metinn.

Eftir hann eru í handritum (Lbs.): Annálar, prestasögur í Hólabyskupsdæmi, rithöfundatal, 50 hugvekju- og bænarsálmar.

Kona: Guðrún Gísladóttir, ekkja Jóns Magnússonar á Sveinsstöðum; þau bl. (HÞ.; ÓSn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.