Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jónsson

(1. maí 1758 [1756, Lbs. 48, fol., 1755, Vitæ] – 16. sept. 1825)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Magnússon á Staðastað og kona hans Þórunn Hansdóttir klausturhaldara Schevings. Lærði 1770–6 hjá síra Vigfúsi Jónssyni í Miklaholti og varð stúdent úr heimaskóla 6. júlí 1776 frá Bjarna rektor Jónssyni í Skálholti, með góðum vitnisburði, var síðan með foreldrum sínum, vígðist 2. okt. 1780 aðstoðarprestur föður síns, fekk Garða á Akranesi 2. nóv. 1797 og hélt til æviloka, var 1807 kosinn prófastur í Borgarfjarðarsýslu, en afsakaði sig með heilsuleysi, og var það tekið til greina. Var gáfumaður mikill og vel að sér, kenndi nemöndum skólalærdóm, kennimaður góður og vel metinn, en undarlegur í geði. Líkræða er eftir hann í útfm. Sigríðar M. Stephensens, Leirárg. 1806.

Kona 1 (3. júlí 1782): Oddný (f. í sept. 1748, d. 14. maí 1806) Skúladóttir landfógeta, Magnússonar, og voru þau bræðrabörn. Af börnum þeirra komst einungis upp: Guðmundur í Garðaseli.

Kona 2 (19. maí 1811): Guðrún (f. 14. febr. 1784, d. 13. marz 1863) Egilsdóttir í Njarðvík Sveinbjarnarsonar.

Börn þeirra, er upp komust: Magnús var fyrst í Keflavík, var þar viðriðinn ljótt mál, bjó síðan í Minni Vogum, síra Sveinbjörn ritstjóri, síðast prestur í Glæsibæ, Lárus dyravörður í Latínuskólanum (d. á Álptanesi), Egill í Austurkoti í Vogum, síra Oddur í Gufudal, Þórunn átti Andrés Gottfred Pétursson á Brunnastöðum, Árni í Narfakoti. Guðrún ekkja síra Hallgríms átti síðar Vigfús hreppstjóra Halldórsson að Suðurreykjum í „ Mosfellssveit. (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.