Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Jóhannesson

(14. apríl 1851–4. maí 1912)

. Skipasmiður. Foreldrar: Jóhannes Jóhannsson bóndi í Grænhól í Ölfusi og Guðrún Magnúsdóttir á Kotleysu, Gíslasonar, Bóndi í Borg í Hraunshverfi um skeið, síðar lengi til heimilis á Kalastöðum í Stokkseyrarhverfi.

Smíðaði fjölda skipa og báta, en stundaði lengi formennsku á vertíðum. Hann var mikill maður vexti, rammur að afli, stórvirkur bæði við smíðar og sjómennsku, bókamaður og fróður um margt. Hann bjó með Stefaníu (f. 4. júní 1847, d. 23. júlí 1883) Magnúsdóttur rennismiðs í Snóksnesi, Stefánssonar, Dætur þeirra: Sigríður og Ragnheiður saumakonur í Reykjavík, báðar óg. og bl. (GJ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.