Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Hallgrímsson

(5. júlí 1851–5. febrúar 1933)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Hallgrímur að Garðsá í Eyjafirði Gottskálksson og kona hans Guðrún Árnadóttir á Svertingsstöðum, Hallgrímssonar. Bjó fyrst á hálfum Stokkahlöðum 1 ár (1873–4), var síðan 5 ár ráðsmaður í Melgerði. Bjó 1 ár (1878–9) á Ytra Laugalandi, en síðan á Hripkelsstöðum til 1916, er hann lét af búskap.

Söngmaður mikill og gleðimaður. Naut trausts manna og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var t. d. formaður í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga, er það var stofnað og síðan um nokkur ár. Vann með norskum dýralækni, O. Myklestad, að útrýmingu fjárkláðans 1903–5 og ferðaðist með honum um landið. Smiður góður og fjármaður.

Bætti vel jörð og hús, bjó laglegu búi og var efnamaður. Dbrm., r. af fálk.

Kona 1 (1873): Aðalbjörg Ólafsdóttir á Stokkahlöðum, Jónssonar (d. eftir 12 vikna sambúð).

Kona 2 (1877): Þorgerður Þorbergsdóttir að Þingmúla, Bergvinssonar. af börnum þeirra komust upp: Þóra átti Pál kaupm. Skúlason á Ak. (Óðinn XIV.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.