Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Hallgrímsson

(29. júlí 1854–10. september 1927)

.

Bóndi. Foreldrar: Hallgrímur Erlendsson í Meðalheimi á Ásum og kona hans Margrét Magnúsdóttir í Holti á Ásum, Péturssonar. Bjó lengst í Hvammi í Vatnsdal. Athafnamaður mikill, harðgerr og kappsfullur. Byrjaði búskap eignalítill en græddist vel fé og varð stórefnaður. Byggði í Hvammi steinhús mikið, eitt hið fyrsta í héraðinu. Kona: Sigurlaug (d. 5. maí 1921, 69 ára) Guðlaugsdóttir á Sölvabakka, Jóelssonar. Börn þeirra: Eðvarð á Helgavatni, síðar í Rv., Guðjón á Marðarnúpi, Ingunn átti Ágúst Jónsson á Hofi, Theódóra átti Steingrím (d. 1947) Ingvarsson í Hvammi, Albert dó ungur (M.B.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.