Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Halldórsson

(um 1699–1769?)

Skáld. Launsonur Halldórs lögréttumanns Þorbergssonar og líkl. TIngiríðar Ingimundardóttur (og þá albróðir síra Jóns á Völlum). Bjó að Steini á Reykjaströnd. Vel gefinn og íþróttamaður. Eftir hann eru í handritum kvæði, þar á meðal rímur af: Ambáles, Þorsteini bæjarmagni (sjá Lbs.).

Kona: Guðrún Guðmundsdóttir.

Börn þeirra: Sigurður í Keflavík, Björg átti Ásgrím Guðmundsson að Sauðá, Guðbjörg átti Jón nokkurn að Sauðá, Guðmundur á Hafsteinsstöðum, Guðrún óg. og bl. (Saga Ísl. VI.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.