Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Halldórsson

(um 1609–28. apr. 1677)

Lögréttumaður.

Foreldrar: Halldór lögmaður Ólafsson og kona hans Halldóra Jónsdóttir sýslumanns, Björnssonar. Fekk 1637 umboð Miðfjarðarjarða, síðar og Svarfaðardalsjarða, varð lögréttumaður í Hegranesþingi 1649, bjó fyrst í Sæmundarhlíð, keypti Víðimýri 3. marz 1660, mun hafa flutzt þangað um vorið, bjó þar síðan til æviloka. Hann varð fyrir galdraáburði af hálfu Markúsar Ólafssonar á Breið, kærði það, og varð Markús að lúta í lægra haldi (Alþb. 1675).

Kona: Ólöf (d. 1669) Jónsdóttir lögmanns á Reynistað, Sigurðssonar; hafði hún fyrst (6. okt. 1623) átt síra Sigurð Jónsson að Helgafelli, er drukknaði skömmu síðar (1624), síðan (1625) Jón á Ökrum Arngrímsson (prests lærða), og voru þau skilin með dómi 1628.

Börn þeirra Hallgríms: Illugi (drukknaði 5. júní 1655), Ólafur að Síðumúla (d. 14. sept. 1696), Jón í Vík í Sæmundarhlíð (67 ára 1703), Þórunn átti Jón Árnason (lögmanns Oddssonar), sem dó 1685 (þau bl.) og er hún með Jóni, bróður sínum, í Vík 1703 63 ára. (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.