Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Guðmundsson

(– – 30. nóv. 1653)

Prestur.

Foreldrar: Guðmundur lögsagnari Jónsson að Stóru Laugum (Illugasonar) og kona hans Sesselja Árnadóttir á Grýtubakka, Magnússonar. Mun hafa vígzt 1639 og orðið aðstoðarprestur í Eyjafirði (Grundarþingum), verið síðan prestur að Munkaþverárkl. (fremur en aðstoðarpr.), fekk Mývatnsþing 1648, hélt þau til æviloka, mun hafa búið að Arnarvatni, varð úti í hríð mikilli,

Kona: Steinvör laundóttir Jóns Einarssonar í Hafrafellstungu (Nikulássonar).

Börn þeirra: Sesselja átti Björn Pétursson á Breiðamýri, Ingibjörg átti síra Bjarna Ormsson í Mývatnsþingum, Jón djákn að Þingeyraklaustri, Guðrún átti Jón Gunnlaugsson á Skjöldólfsstöðum, Þórunn átti Pétur Guðmundsson frá Flatatungu, Arasonar, Steinunn (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.