Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Eyjólfsson

(7. mars 1820–9. nóv. 1869)

.

Bóndi. Foreldrar: Eyjólfur Þórðarson á Finnsstöðum, Gíslasonar, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir frá Hofi í Fellum. Bóndi í Geitagerði 1841 –45, á Glúmsstöðum 1845–50, Ormarsstöðum „1850–62 og Ketilsstöðum á Völlum 1863 –69. Forgöngumaður umbóta á verzlunarháttum bænda; framkvæmdamaður mikill í búskap; gerði m. a. áveitur á tún og engi á Ormarsstöðum. Stórbóndi, einn mestur á Austurlandi um sína daga. Tók einnig þátt í hákarlaútgerð á þilskipi með mönnum við Seyðisfjörð. Kona: Þorbjörg Jónsdóttir vefara, Þorsteinssonar; hún átti áður Sigurð Pálsson á Þorgerðarstöðum. Synir Hallgríms og hennar: Þórarinn og Sigurður bændur á Ketilsstöðum og hreppstjórar Vallahrepps hvor eftir annan (EJ. Ættir Austfirðinga; Austurland IV; o. fl.) (H.St.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.