Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Bjarnason

(– – um 1702)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Bjarni Ormsson í Mývatnsþingum og kona hans Ingibjörg Hallgrímsdóttir prests í Mývatnsþingum, Guðmundssonar.

Lærði í Hólaskóla og mun hafa orðið stúdent um 1696, hefir um hríð átt heima að Espihóli eða Munkaþverá, og eftir hann mun vera kvæði (erfiljóð) í Lbs.2676, 4to. (þótt nefndur sé Bjarnarson þar, en slíkur ruglingur var altíður þá á Bjarnason og Bjarnarson). Varð djákn að Þingeyraklaustri og í þjónustu Lárusar lögmanns Gottrups, fór utan með honum 1701, gekk þar í herþjónustu, en andaðist skömmu síðar, af því að hann datt út um glugga, segja sumir, en aðrir af því að hann hafi verið felldur niður stiga. Hann var burðamaður, sem þeir frændur.

Ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.