Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Bachmann (Jónsson)

(6. dec. 1798 [14. dec. 1799, Bessastsk.] – 11. apr. 1834)

Lögfræðingur.

Foreldrar: Síra Jón Bachmann (Hallgrímsson), síðast pr. að Klausturhólum, og kona hans Ragnhildur Björnsdóttir prests að Setbergi, Þorgrímssonar. Tekinn í Bessastaðaskóla 1817, stúdent 1823 með góðum vitnisburði, var í 2 ár (1823–5) í þjónustu móðurbróður síns, Sigurðar landfógeta Thorgrímsens, fór utan 1825, skráður í stúdentatölu í Kh. 20. okt. s. á., með 2. eink., tók annað lærdómspróf næsta ár, með sömu einkunn, og lögfræðapróf 22. apr. 1830, með 2. einkunn í báðum prófum, hugði að koma út framhaldi af lagasafni Magnúsar Ketilssonar og fekk leyfi 30. júlí 1831 að nota leyndarskjalasafn konungs í því skyni, en engar minjar eru þess verks. Hann var maður vel kynntur, andaðist í Kh. úr bólu, ókv. og bl. (Bessastsk.; Tímar. bmf. III; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.