Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur Bachmann (Jónsson)

(22. marz 1739 eða 1741–20. marz 1811)

Læknir. Launsonur Jóns stúdents Þorgrímssonar og Sigríðar Benediktsdóttur lögmanns, Þorsteinssonar. Ólst upp hjá móðurbróður sínum, Jóni sýslumanni Benediktssyni í Rauðuskriðu, var í Hólaskóla 1757–9, en varð ekki stúdent, mun hafa farið utan 1759, komst í riddaralífvörð konungs, en kom heim 1763, lærði læknisfræði hjá Bjarna landlækni Pálssyni, fór utan með honum 1765 og fullkomnaði sig betur í læknisfræði, kom aftur 1766, tók próf í læknisfræði hjá Bjarna landlækni 27. apr. 1767, var skipaður fjórðungslæknir í syðra umdæmi Vestfirðingafjórðungs 26. júní 1767, var veturinn 1767–S8 til heimilis að Staðarfelli, setti bú að Reykhólum vorið 1768, fluttist að Bjarnarhöfn 1773 og var þar til æviloka, fekk lausn frá embætti 1. okt. 1802, með 20 rd. eftirlaunum árlega. Var rausnarmaður, skörulegur og harðfengur, átti þjark við suma, einkum síra Sæmund Magnússon Holm.

Kona (1769): Halldóra (f. 1750, d. 1821) Skúladóttir landfógeta, Magnússonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Jón Bachmann að Klausturhólum, Árni varð sykursuðusveinn erlendis, Kristín f. k. Ólafs fjórðungslæknis Brynjólfssonar. (Tímar. bmf. XI; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.