Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur (Sigursteinn) Hallgrímsson

(14. sept. 1888– 13.dec. 1945)

. Bókavörður, Foreldrar: Hallgrímur Sigurðsson gagnfræðingur á Reistará, járnbrautarstjóri í Regina í Kanada, og Friðbjörg Jónsdóttir á Sandá í Svarfaðardal, Jónssonar. Stúdent í Reykjavík 1912, með eink. 5,4 (70 st.). Lauk meistaraprófi í sagnfræði við háskólann í Kh. 14. júní 1918.

Var í London og Oxford við framhaldsnám 1919. Settur bókavörður við Landsbókasafnið frá 1. jan. 1919; skipaður annar bókavörður 28. sept. 1925.

Kennari jafnframt við ýmsa skóla í Reykjavík um 20 ára skeið; forstöðumaður kvöldskóla K.F.U.M. í 12 ár. í stjórn Sögufélagsins frá 1930 til æviloka. Formaður Framsóknarfél. Reykjavíkur um skeið. Ritstjóri Tímans 1927; auk þess blaðamaður við Tímann og Framsókn. Ritstörf: Þættir úr sögu Eyjafjarðar, Ak, 1922; Íslenzk alþýðumenntun á 18. öld, Rv. 1925; Frjálst verkafólk á Íslandi til siðskipta (í hdr.); fjöldi greina í tímaritum (einkum Skírni og Andvara) og blöðum. Ókvæntur, bl. (Br7.; B.J.: Íslenzkir Hafnarstúdentar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.