Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur (Scheving) Árnason

(1. okt. 1852–20. júní 1931)

Bóndi.

Foreldrar: Árni smiður Hallgrímsson í Narfakoti í Njarðvíkum (bróðir síra Sveinbjarnar ritstjóra) og k. h. Elín Guðmundsdóttir verzlunarstjóra, Péturssonar. Bjó í Austurkoti í Vogum frá 1883. Dugnaðarmaður mikill, búhöldur og sjósóknari, formaður í 35 vertíðir, bókhneigður, fróður og minnugur.

Kona (9. nóv. 1883): Guðrún (f. 1856) Egilsdóttir í Austurkoti, Hallgrímssonar (þau bræðrabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Þuríður átti Benjamín Halldórsson í Knarrarnesi, Egill barnakennari í Rv., Lára í Rv., Árni Klemens í Austurkoti, Elínborg átti Berg bifreiðarstjóra Sigurðsson í Hafnarfirði, Friðrika (Óðinn XXIX). ks) 4. júní 1846). Skáld.

Foreldrar: Ásmundur Helgason á Laugalandi í Eyjafirði og kona hans Anna Þorsteinsdóttir.

Fluttist úr Eyjafirði austur í Skaftafellssýslu um 1765, að Setbergi í Nesjum, en á næsta bæ, Hoffelli, bjó Jón sýslumaður Helgason, bróðir hans. Bjó Ásmundur síðan um tíma í Hvalnesi í Lóni. Hallgrímur bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal frá 1785, síðar að Stóra Sandfelli.

Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geitdal, Einarssonar, og eignuðust þau 11 börn.

Upp komust: Ingibjörg átti Bessa hreppstjóra að Krossi á Berufjarðarströnd, Anna átti Sigurð Jónsson ríka að Freyshólum á Völlum, Indriði átti Ásdísi Jónsdóttur frá Kolmúla, dóttir þeirra, Vilborg, móðir Bjarna kennara, skálds og meðhjálpara í Rv., Hallgrímur (í. 1796), bjó að Búðum í Fáskrúðsfirði, Jón (f. 1799), sonur hans var Helgi (fyrsti íslenzkur ritstjóri vestan hafs), Vigfús, ókv. og bl., Ingibjörg dó 10. marz 1824.

Kona 2. (20. jan. 1825): Bergþóra Ísleifsdóttir frá Geirólfsstöðum (Finnbogasonar, Ólasonar); börn þeirra: Helgi á Geirólfsstöðum, Gunnar (faðir síra Sigurðar í Stykkishólmi), Sigurveig átti Brynjólf Þórarinsson að Brekku, Jón dó ungur, gáfumaður og skáld, Margrét átti Jörgen Sigfússon að Skriðuklaustri, Gunnar hreppstjóri, faðir Gunnars skálds að Skriðuklaustri. Ól upp margt vandalausra. Hann var vel skáldmæltur. (Austurland TI, eftir Benedikt Gíslason í Hofteigi).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.