Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallgrímur (Eggert Magnús) Thorlacius

(18. júlí 1864 – 31. okt. 1944)

. Prestur. Foreldrar: Síra Magnús (d. 15. dec. 1878, 58 ára) Thorlacius á Fagranesi og síðar að Reynistaðarklaustri og kona hans Guðrún (d. 8. febr. 1918, 87 ára) Jónasdóttir Bergmanns í Garðsvík á Svalbarðsströnd, Sigfússonar. Stúdent í Reykjavík 1886 með 2. einkunn (74 st.). Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1888 með 2. einkunn lakari (31 st.). Veittur Rípur 27. sept. 1888; vígður 30. s.m.; veittur Glaumbær 2. júlí 1894. Fekk lausn frá embætti 10. maí 1935, en gegndi embættinu til hausts s.á. Var sýslunefndarmaður í 42 ár. Ritstörf: Ein hugvekja í 100 hugv. (Rv. 1926); greinar í Kirkjuriti, 11, árg.; Lesbók Morgunbl., 15. árg., og í Óðni, 23. árg. og síðar og víðar í blöðum). Kona (12. ág. 1895): Sigríður (d. 18. mars 1921, 52 ára) Þorsteinsdóttir í Kothúsum í Garði, Þorsteinssonar. Dóttir þeirra: Gunnlaug Friðrikka átti Fr.

Stang verkfræðing í Lillehammer í Noregi (BjM. Guðfr.; Óðinn XXVII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.