Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallfröður Óttarsson, vandræðaskáld

(– – um 1007)

Hirðmaður.

Foreldrar: Óttar í Grímstungum Þorvaldsson skiljanda (í Ylfi á Hálogalandi) og kona hans Aldís Ólafsdóttir að Haukagili í Vatnsdal (og Þórhöllu Ævarsdóttur hins gamla). Skáld snjallt og afreksmaður, og er af honum sérstök saga, við hann kennd. Eftir hann er Hákonardrápa, Ólafsdrápur tvær Tryggvasonar, vísustúfur úr Eiríksdrápu jarls og margar lausavísur.

Kona hans nefnd: Ingibjörg Þórisdóttir (ekkja Auðgisls). Synir þeirra: Auðgisl, Hallfreður (sjá og Ólafss. Tr. og Landn.; Sn.-E. A.M.; Heimskr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.