Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hallfríður (Guðrún) Eyjólfsdóttir

(10. ágúst 1866–6. febr. 1937)

. Skáld. Foreldrar: Eyjólfur (d. 22. maí 1916, 79 ára) Bjarnason í Múla í Gufudalssveit, síðar í Múla við Gilsfjörð, og kona hans Jóhanna (d. 29. dec. 1883, 40 ára) Halldórsdóttir prests í Tröllatungu, Jónssonar, Ritstörf: Ljóðmæli, Rv. 1919; Kvæði, Rv. 1940. Rithöfundarnafn: Halla á Laugabóli.

Maður 1 (27. sept. 1890): Þórður Jónsson á Laugabóli. Þau áttu mörg börn (sjá hann).

Maður 2 (1. maí 1921): Gunnar Steinn (f. 9. sept. 1876) Gunnarsson í Hvítanesi, Níelssonar (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.