Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þórðarson

(í ág. 1751–29. júlí 1831)

Prestur.

Foreldrar: Þórður Halldórsson í Haukholtum og kona hans Anna Guðmundsdóttir, Vigfússonar, f. á Hrafnkelsstöðum, tekinn í Skálholtsskóla 1766, stúdent 1773, bjó síðan í Haukholtum, vígðist 5. ágúst 1781 aðstoðarprestur síra Páls Högnasonar á Torfastöðum, fekk það prestakall haustið 1800, við uppgjöf síra Páls, gaf upp prestakallið 1824 við son sinn og aðstoðarprest, síra Þórð. Hann þókti merkur klerkur og var vel þokkaður, smiður góður og vefari.

Kona 1 (um 1776). Vigdís (d. 24. júlí 1792, 43 ára) Pálsdóttir prests á Torfastöðum, Högnasonar.

Börn þeirra: Síra Þórður á Torfastöðum, Þórdís átti Þórð Bergsteinsson í Bræðratungu, Valgerður átti Eggert Einarsson að Litla Fljóti, Vigdís átti Bjarna Einarsson á Vatnsleysu, Guðrún 3. kona Magnúsar Bjarnasonar á Dísastöðum, Anna.

Kona 2 (1793). Ragnhildur (f., um 1760, d. 4. maí 1838) Magnúsdóttir prests í Villingaholti, Þórhallssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Vigdís átti Jón Þorsteinsson í Torfastaðakoti, Magnús stúdent (d. í Kh. 1825), síra Páll á Bergsstöðum, Guðrún s. k. Halldórs Einarssonar á Vatnsleysu, Halldóra (var lengi hjá Ísleifi dómsforseta Einarssyni að Brekku á Álptanesi, Halldór trésmiður, Þórður. (Vitæ ord.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.