Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þórðarson

(7. ág. –1856–6. okt. 1937)

Bókbindari.

Foreldrar: Þórður Jónsson að Syðri Reykjum í Byskupstungum og kona hans Sesselja Þórðardóttir prests á Torfastöðum, Halldórssonar. Stundaði framan af bókband í Rv., keypti síðan Félagsprentsmiðju þar og stýrði henni lengi. Var efnamaður.

Kona (11. sept. 1886): María Kristjánsdóttir að Hliði á Álptanesi, Jónssonar prests í Arnarbæli, Matthíassonar. Dóttir þeirra: Elísabet Guðrún átti Þórarin útgerðarmann Egilson í Hafnarfirði. (BB. Sýsl.; Óðinn XII; Tímarit iðnaðarmanna, 10. are soxfl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.